Iðunn - 01.02.1889, Page 70
64
Johan Ottosen :
árum fyr en reglugjörðin til tók. Varð liann þá
þegar „lieutenant".
I fimrn ár var hann við herþjónustu. A þessu
tfmabili var það, að hann fór fyrst að gefa stjórn-
málum gaum. Tók hann þá eptir mörgu misjöfnu
í stjórnarfarinu, og fjekk sumt af þvf honum svo
mikils, að honum gekk það ekki úr minni, og lagði
hann 30 árum síðar, allt sitt fram til þess að kippa
þessu í lag. þ>á mátti eigi refsa klerkum að lög-
um, þótt brotlegir hefðu gjörzt, og ekki mátti þá
höndum taka, ef þeir liöfðu hælis leitað í kirkjum
eða klaustrum. 1 bæ einum litlum hafði munkur
sekur orðið; leitaði hann' hælis í klaustri nokkru ;
hermenn áttu að taka hann ; þeir aettust umhverfis
klaustrið og sátu þar heilan mánuð; en inn i
klaustrið dirfðust þeir ekki að fara. Sagði Cavour
svo síðar, að við atburð þennan hefði hvorki sjer nje
hjeraðsbúum aukizt virðing fyrir trúarbrögðunum eða
klerkunum.
Júlí-uppreistin í Frakklandi 1830 gerði drottn-
•endur á Ítalíu smeika ; tóku þeir þá onn fastar í
taumana. þá var Ivarl Albert orðinn konungur í
Sardiníuríki, og fór hann að hinna dæmum. Um
það hafa Cavour svo orð farizt: „Sjerhver frjáls-
leg og drengiynd hugmynd var niður bæld, sem
helgi^agsbrot væri eða landráð". Konungur mundi
hinum unga „lieutenant" það, að hann hafði
eigi viljað þekkjast það að vera hirðsveinn hans,
og skipaði honum setu í kastala nokkrum litlum og
afskekktum, er lá til fjalla. Ekki undi Cavour þar
nema missiri; honum leiddist þar, og var auk þess
ófús á að þjóna harðstjórninui. Tók hann þá það