Iðunn - 01.02.1889, Side 71
Camillo Cavour.
65
til bragðs, að biðja um lausn frá herþjónustu, og
var honum veitt hún — í ónáð konungs. ]pá var
hann 21 árs. Bróður átti hann, sjer eldri ; gat
hann því ekki búizt við að erfa fasteignir foreldra
sinna. Horfðist þó ekki glæsilega á fyrir honum,
er hann hafði sleppt stöðu þeirri, er hann hafði
búið sig undir.
En það varð honum til hins mesta þroska,
að hann ljet af hermennsku, og sneri sjer að verk-
legum störfum. Hann stundaði nú um nokkur ár
jarðarrækt og hagfræði ; varð hann ágætur búmað-
ur og jarðyrkjumaður. Hann ferðaðist um Frakk-
land og England og kynnti sjer nákvæmlega stjórn-
arháttu og skipulag allt hjá þeim þjóðuin ; varð
það honum að hiuu mesta gagni, einkum Eng-
landsförin. þar sá hann þess lifandi vott, að þjóð-
frelsi og lögum bundið skipulag getur saman farið;
við það sannfærðist hann enn betur en áður um
yfirburði þingbundinnar konungsstjórnar ; þar sá
liann, að tollvarnir voru á förum, en óbundin verzl-
un að ryðja sjer til rúms; sannfærðist hann um,
að frjáls verzlun mundi einnig happadrjúg verða
ættjörðu siuni. Getandi er þess, hvernig houum
eitt sinn fórust orð um þetta efni; hann var þá
staddur í París, og var að ræða um óbundna
verzlun. Sá, sem hann átti orðaskipti við, sagði
við hann : »þessar skoðanir láta menn í veðri
vaka, þegar þeir eru að berja á dyrnar að must-
eri valdanna, en óðara en þeir eru þar inn komn-
ir, fleygja þeir þeim út um gluggann». — »Segið
þjer fyrir sjálfan yður», auzaði Cavour; »en hvað
Iðunn. VII. 5