Iðunn - 01.02.1889, Page 72
66
Johan Ottosen:
mig snertir, þá legg jeg þar við drengskap minn,
að verði jeg nokkurn tíma ráðgjafi, þá skal jeg fá
skoðunum mínum framgengt, eða úr sessi þoka að
öðrum kosti».
jprátt fyrir það, sem að framan er ritað, mega
menn ekki ætla, að Cavour hafi sí og æ verið al-
vörugefinn og þungur í skapi; hann tók vel þátt í
gleði og glaðværð. jpegar hann heimsótti vini sína,
var enginn gestur jafn-kærkominn börnum þeirra,
sem hann ; þau þekktu ekki annan eins æringja;
hann gat fundið upp á svo mörgu til gamans.
Ekkert málefni var svo lítilfjörlegt, að hann vildi
því ekki sinna, enginn maður svo lítilmótlegur, að
hann synjaði honum viðtals. Hann sagði: »Jeg
hefi aldrei lært, hvernig á að fara að því, að láta
sjer leiðast». A búgarði sínum »Leri» fjekk hann
miklu til leiðar komið. Hann fór á fætur um sól-
aruppkomu, leit eptir öllu, jafnvel mestu smámun-
um ; sjálfur sagði hann hverjum og einum fyrir
verkum, og var lífið og sálin í öllu þvf, sem fram-
kvæmt var. Hann fjekk líka góða umbun erfiðis-
muna sinna; fen og foræði þornuðu, loptið, sem
áður var sóttarefni meingað, varð heilnæmara, á-
góðinn af jörðinni varð hclmingi meiri en áður.
011 sveitin, sem haan bjó í, átti honum mikið upp
að inna ; • aðrir fóru að dæmi lians og ráðum, og
tóku stórkostlegum framförum í jarðarrækt. þ>að er
því mjög vel til fallið, að sveitarmenn hafa
reist Cavour þar minnisvarða, ekki sem stjórnvitr-
ing, heldur sem búfork og mesta framfaramanni
þeirra tíma í jarðabótum.
Arið 1848 þótti honum sjer ekki lengur til