Iðunn - 01.02.1889, Side 73
Camillo Cavour.
67
setu boðið ; það ár fjekk Sardiníuríki stjórnfrelsi;
Cavour vildi þingmaður verða, en náði elcki kosn-
ingu að sinni; hann hafði þá ekki þjóðhylli; hvor-
ugur flokkurinn trúði honum ; hinn svæsnari flokk-
urinn taldi hann vera hættulegasta apturhalds-
mann, en apturhaldsmennirnir hjeldu hann vera
versta byltingasegg. Síðar náði hann þó þing-
mónnsku. í upphafi var þingmennska hans alls
ekki glæsileg ; ræður hans þóttu fremur óáheyri-
legar ; hann talaði ekki vel ítölsku, og optast nær
veitti hann minni hlutanum, sem óþjóðlegur þótti,
að málum. Svo var og þá er ræða skyldi uin
friðarsamning vió Austurríki. Cavour sagði, sem
satt var, að ekki væri annars kostur en að semja
frið ; en þingmenn vildu ekki við kannast, að í
jafn óvænt efni væri komið, eins og í raun og veru
var; samþykktu þeir því , að friðarsamningum
skyldi frestað. En nú var hver stundin dýrmæt.
Stjórnin ráðgaðist um við Cavour. Lagði hann það
til, að þingið væri þá þegar rofið. f>að var reynd-
ar búið að gera það tvisvar áður það hið sama ár;
en ékki varð í það horft, því eklci var annað ráð
fyrir höndum. Raun bar þess skjótt vitni, að
Cavour hafði haft rjett að mæla. jpingmennirnir
hinir nýkosnu samþykktu, að friður skyldi sam-
inn.
Nú, er um hægðist, fengu menn næði til þess
að snúa sjer að endurbótum innanlands. Stjórnar-
ráðið var mestmegnis úr flokki hinna gætnari
manna; forseti þess var d’ Azeglio. Hann byrjaði
á því, að leggja fyrir þingið frumvarp um afnám
5*