Iðunn - 01.02.1889, Page 75
Camillo Cavour.
69
*■ Undirbúningur.
Nú var að því komið, að Cavour mátti því fram
koma, er hann hugði að bæta mundi hag landsins.
Ríkisskuldir höfðu rnjög vaxið, meðan ófriðurinn
stóð ; útgjöld fóru langc fram úr tekjum 1 fjárlög-
unum. |>enna halla mátti jafna með tvennu móti.
það mátti draga úrgjöldunum, einkum til hers og
flota ; en væri það gert, mundi Sardiníuríki ekki
verða fært um að takast í fang það sem allir ætl-
uðust til, sem sje að verða »sverð Italíu». Tólc
Cavour því heldur hinn kostinn, að auka tekjur
ríkissjóðs, en gerði sjer jafnframt sem allra mest
far um að efla velmegun landsins með ýmsum
framfaranýmælum. Iíjer er ekki rúm til þess, að
rekja aðgjörðir hans í þessa átt út í æsar ; það er
nóg að drepa á, liver stefna hans var. Hann
komst að verzlunarsamningum , hagfeldari en áð-
ur höfðu verið, við Fraltkland, England og önnur
hin merkustu ríki í Norðurálfunni, og jafnvel við
Austurríki líka. Mjög Ijet hann sjer annt um að
koma á járnbrautum ; merkasta fyrirtækið í þá átt
voru göngin í gegnum Mont Cenis ; að vísu var
ekki á því byrjað fyr en nokkru síðar en það fór
fram, sem um er getið í þessum kafla. Undir
eins og upp á því var stungið, að leggja járnbraut
gegnum Alpafjöll til þess að tengja hina frakk-
nesku og ítölsku þjóð hvora við aðra—en þær mega
að frændsemi systur heita — var hann því máli
mjög hlynntur. Honum skildist, hve öruggt band
þetta mundi verða milli þjóðanna, og að af miljón-
um þeim, sem til þessa þyrfti að lcosta, mundu
margfalt fleiri miljónir aptur drjúpa. Hann hik-