Iðunn - 01.02.1889, Síða 76
70
Johan Ottosen :
aði sjer því ekki við að verja stórfje til þessa, þó
að ríkissjóður hefði í ærið mörg horn að líta um
þær mundir, sem byrjað var á þessu stórkostlega
fyrirtæki. Sömu meginreglum fylgdi liann eiunig
í öðrum málum. Hann barðist fyrir frjálsri kennslu,
en í því efni voru bæði hægrimenn og vinstrimenn
honum andvígir ; aldrei neytti hann vopna harð-
stjórnarinnar; hann vildi ekki einu sinni nýta þau
til þess að vega með þeim fyrir frelsið ; kvað svo
rammt að því, að honum þótti stjórnin jafnvel ekki
mega afskipti liafa af kennslunni í klerkaskólunum
kaþólsku. Brátt kom þar, að haun var sá af
ráðgjöfunum, er mest ljet til sín taka; fór þá að
draga sundur með þeim og honum. þegar frelsis-
móðurinn frá 1848 var af mönnum runninn, sner-
ust þeir meira og moira í hægri átt; fjelögum
hans þótti hann fara of geyst á braut endurbót-
anna. |>að sem hingað til hafði gert Cavour mest-
an óskuuda, var ákaíi vinstrimanna, eu nú varð
hann að leita fylgis í flokki þeirra. Naut hann
varkárni sinnar. Iíann ljet sig það aldrei henda,
jafnvel ekki í hinum snörpustu rimmum, að við'
hafa persónulega móðgunaryrði, er aukið gætu á-
greininginn; hann hafði það jafnan hugfast, að
koma sínu fram, og því gat það opt að borið, að
liann einhvern góðan veðurdag leitaði samkomu-
lags við þann, er haun hafði átt í liöggi við fám
dögum áður. Frá því 1849 hafði apturhaldsstefn-
an orðið æ ríkari þar í landi, og tók nú höndum
saman við klerkavaldið ; hjer þurfti eitthvað í móti
að koma, og því gerði Cavour traust samband við