Iðunn - 01.02.1889, Page 77
Camillo Cavour.
7L
miðílokk vinstrimanna. Urðu þá hinir ráðgjafarnir
og allur þorri liægrimanna honum fráhverfir.
þ>etta bragð Caours mæltist all-illa fyrir fyrst um
sinn; þótti honum ekki svinnlega farið hafa, að
gera þetta að hinum ráðgjöfunum fornspurðum.
En eptir á hafa menn á það fallizt. þegar er
samband þetta var gert , tók að skapast mikill og
frjálslyndur framfaraflokkur ; varð hann svo traust-
ur, að hann gat fylgt málefni ltalíu, svo hvergi
sveif, þar til sigurs varð auðið.
Svo varð ágreiningurinn mikill í ráðaneytinu,
að Cavour varð að leggja niður völdin um hríð.
Tóm þetta notaði hann til utanfarar. Sótti hann
heim ýmsa höfðingja, og meðal þeirra Loðvík Na-
póleon keisara í París ; tjáði hann houum vand-
ræði Italíu. A meðan þessu fór fram, stýrði d’
Azeglio landstjórnarmálum heima fyrir ; en hon-
um varð sí og æ örðugra fyrir. Kom þar brátt,
að hann baðst lausnar. J>á var Cavour svo sem
sjálfsagður í hans 3tað. Gekk hann nú í annað
sinn í ráðaneyti konungs, en nú varð hann for-
seti þess.
Krímstríðið. Höfðingjafundur í Paris-
Arið 1853 hófst ófriður mikill út af tyrkneska
málinu, er svo var nefnt í þá daga. Veittu Eng-
lendingar og Frakkar Tyrkjum gegn Evissum. Er
það Krímstríð kallað, þvf það var háð á skaga,
er frá Eússlandi gengur suður í Svartahaf norðan-
vert, og Krím heitir. Svo mátti í fljótu bragði
virðast, sern ófriður þessi kærni Italíu alls ekki