Iðunn - 01.02.1889, Síða 78
72
Johan Ottosen :
við, sízt konungsríkinu Sardiníu sjerstaklega. En
Cavour var svo glöggskyggn stjórnvitringur,að honum
leizt annað. Skildist honum, að hjer gafst fœri á
að ná hinum frjálslyndu höfuðþjóðum álfunnar,
Frökkum og Englendingum, á mál Ítalíu; rjeð
hann þegar til þess, að Sardiníuríki skyldi senda
her austur á Krím, og veita liði vesturríkjanna
fylgi. þessu var mjög illa tekið af öllum þorra
manna; kváðu menn það fásinnu eina, að láta
strádrepa ítali fyrir erlendra manna sakir. það
er ekki nema fyrir afburðamenn, að halda til
streitu gegn jafn-ahnennum mótþróa. En smátt
og smátt fóru menn að hugsa þetta mál betur, og
fór þeiin að skiljast, að það mundi þó ekki með
öllu í lausu lopti byggt; það var þó að minnsta kosti
auðsætt, að nauðsyn bar til þess að hamla því,
aö Austurríki, hinn forni og voðalegi óvinur, gengi
í bandaleg með vesturríkjunum.
I janúarmánuði 1854 var alþýða manna kom-
in svo í skilningiuu um þetta efni, að stjórnin gat
samið við vesturríkin um bandalag. j?eir, sem
enn þá voru í efa um, hvort þetta mundi hyggi-
lega ráðið, fengu færðan heim sanninn um það, er
þeir frjettu, hve gramir stjórnvitringarnir í Austur-
ríki urðu. Kölluðu þeir bandalag þetta sama sem
að nhleypt væri iir skammbyssu vió hlustirnar á
Austurríkiii.
ítalskur liðsauki frá Sardiníu fór nú leiðar
sinnar austur á Krím ; en þá gjörðust þau tíðindi
heima fyrir, er Cavour var við falli af búið, og þá
einnig þeirri stjórnarstefnu, er fylgt hafðiverið þar
um nokkurra ára skeið. það mál var þannig vaxið.