Iðunn - 01.02.1889, Síða 81
Oamillo Cavour.
75
það ekki fyrir sakir Ítalíu einnar, heldur allrar
Európu. Jeg er þess fullöruggur, þegar önnur eins
ríki og England og Erakkland gefa slíkar ráðlegg-
ingar, að þá muni þess eigi langt að bíða, að ein-
hver árangur verði af þeim».
þ>ingmenn stóðu upp úr sætum sínum til að sam-
sinna þessum ummælum, og samþykktu í einu hljóði,
að tjá stjórninni þakkir fyrir frammistöðu hennar í
máli þessu. Nú var svo komið, að allur þorri
manna skildi, hvort Cavour stefndi, og fylgdu hon-
um því ótrauðir, þótt ekki hefði ríkið aukizt fyrir
herförina um svo mikið sem einn kotbæ.
Sígur að sennu-
Dpp frá þessu var Cavour leiðtogi alls frelsis-
flokksins á Italíu. Pjöldi manna, er allt til þessa
höfðu fylgt Mazzini, og eigi um annað hugsað en
samsæri og leynifjelög, gerðust honum nú fráhverfir,
og gengu undir merki Cavours. jpessir svæsnu
lýðveldismenn gengu nú í fjelag með eindregnum
konungssinnum. Má af því marka, hversu vel
Cavour hafði tekizt að sameina »alla lifandi krapta
Ítalíu», til þess að vinna að einu og sama marki
og miði. Einn af hinum svæsnu frelsisforkólfum,
Farina að nafni, hafði þegar áður komið leynilega
á fund Cavours. Hafði Cavour enn sem komið
var ekki gert það uppskátt, að Ítalía skyldi eitt
ríki verða, heldur einUngis að Austurrfkismenn
skyldu á burtu reknir og smádrottnar þeir allir, er
þeim lutu. En við Farina sagði hann : »Jeg ætla,
að Ítalía muni eitt ríki verða, og Eóm höfuðborg