Iðunn - 01.02.1889, Síða 84
78
Jolian Ottosen :
hann að lokum, »að hvorki þjer nje Európa megið
um frjálst höfuð strjúka, fyr en Ítalía er frjáls
orðin».
Brjef þetta ljet Napóleon prenta í stjórnar-
blaði sínu. |>að þótti undrum sæta. En því ljet
hann það gera, að hann hafði í raun og veru kom-
izt við. Honum var kunnugt, að á Ítalíu var
fjöldi frelsistnanna, þeirra er eklci mundu þess
svífast, að fara að dæmi Orsiuis ; liann minntist
þess, að hann á yngri árum sínum hafði tekið þátt
í frelsishreyfingum Itala og verið í leynifjelögum
þeirra ; hann gerði sjer von um að auka veldi sitt
og ættmanna sinna, og svo munu honum einnig
hafa til rifja runnið raunir ltala. jpað er því
naumast efamál, að tilræði Orsinis hefir fremur
hvatt en latt Napóleon til þess að framkvæma það,
er hann hafði af ráðið um liðveizlu við Itali.
Sumarið 1858 fundust þeir Cavour og Napó-
leon keisari í bæ einum litlum og afskekktum á
Frakklandi sunnanverðu. Fór þetta svo dult, að
enginn af mönnum keisarans vissi hið minnsta af,
ekki einu sinni sá af ráðgjöfum hans, er með ut-
anríkismálefni fór. Koma þeir sjer þar saman um,
að reka skyldi Austurríkismenn burt af Italíu, en
norðurhluti Jtalíu skyldi verða eitt konungsríki;
að öðru leyti skyldu italir sjálfir skipa um hagi
sína. Sardinía skyldi láta fyllíin Savoyen og Nizza
af hendi við Frakkakeisara. |>að var tilætlun Na-
póleons, þó eigi gerði hann það uppskátt við Ca-
vour, að upp úr því, sem þá væri eptir af landinu
(Italíu), skyldi skapa tvö ný ríki, og setja þar
höfðingja yfir tvo af sínuru ættmönnum'. Skyldi