Iðunn - 01.02.1889, Page 86
80
Johan Ottosen:
andi tárum vil jeg kyssa á hönd þeim, sem hefir
oss upp iir lægingunni».
Ófriðurinn.
A nýársdag 1859 gengu sendiherrar útlendra
þjóða fyrir Napóleon keisara og fluttu honum heilla-
óskir. þá vjek hann sjer að sendiherranum frá
Austurríki, brýndi raustina og mælti til hans all-
reiðulega : »|>ví er verr og miður, að svo er fátt
okkar í milli; segið samt herra yðar, að jeg hafi
sama þel til hans persónulega, eins og að undan-
förnu». jpað er haft fyrir satt, að ekki kæmu orð
þessi eins flatt upp á nokkra stjórn í heirni og stjórn-
ina í Austurríki.
Jpessi orð hljóta að hafa ómað í eyrum Ca-
vours sem hinn sætasti unaðshljómur. Hann hafði
nú í 8 ár lagt Sardiningum hinar þyngstu byrðar
á herðar, í von um, að það mundi Italíu að haldi
koma. Idonum var þá kærast, að ófriðurinn byrj-
aði sem fyrst. Nú var auðsætt, að Napóleon vildi
láta skríða til skarar. það liðu samt nærri því 4
mánuðir frá nýári til þess er ófriðurinn hófst. A
því tímabili lá opt við sjálft, að allt ráðabrugg
Cavours yrði að engu. þ>að var einkum stjórnin
á Englandi, s^m mest amstraðist í því að koma
á höfðingjafundi til þess að tryggja friðinn. það
var ekki hugsandi , að slíkur fundur mundi fá
meiru afrekað en því, að gefa Austurríki nokkrar
áminningar; allt hefði setið við sama og áður.
Italir voru orðnir svo hrifnir, að líkast var sem
hulinn eldur væri, og varð Cavour að gæta þess,