Iðunn - 01.02.1889, Page 87
Camillo Cavour.
81
að hvorki gysi hann upp í ljósum loga nje slokkn-
aði út af. Menn hlupu þúsunduin saman, ótil-
kvaddir, undir merki Sardininga. Var þrem þúsund-
um þeirra skipað í herdeild sjer, »Alpaskytturnar»;
var Garibaldi fengin í liendur forusta þeirra, og
gerði Viktor Emanúel hann að allsherjarfyrirliða
(»general»). Við það styggðist Napóleon, er svo
var berlega samband gert við byltingaseggina, og
veitti þá heldur áheyrn friðarfortölum vildarmanna
sinna og stórveldanna. það var komið fram í apríl-
mánuð. Englendingar stungu upp á, að vopn skyldu
niður lögð og friðarfundur haldinn. Gavour treysti
því, að Austurríki mundi neita því að leggja niður
vopnin, og yrði þá ekkert ih- friðarfundinum. þá
kom honum allt í einu það hraðboð frá Napóleon,
að Sardiningar skyldu tafarlaust samþykkja fundar-
haldið, og senda heim aptur »lausaliðasveitirnar».
Cavour varð við þetta sem þrumu lostinn, og mælti:
»Nii er mjer sá einn kostur, að skjóta mig». Hann
læsti sig inni í sólarhring, rótaði í skjölum sínum
og brenndi fjölda þeirra. Loks brauzt einn af
nánustu vinum hans inn til hans. þá mælti Ca-
vour: »Jeg hef nú í 8 ár þjakað þessari göfug-
lyndu þjóð með svo hörðum álögum, að mjer hefir
sjálfum nærri því ofboðið, í þeirri von, að það yrði
Ítalíu til lausnar. En nú erum vjer takmarkinu
sýnu fjær en í upphafi ; við þessi málalok get jeg
ekki lifað». Vinur hans svaraði: »Fyrir alla muni,
láttu ekki hugfallast. Vjer skulum heldur berjast
af eigin rammleik, og þó að á sömu leið fari og
við Novara fyrir nokkrum árum, þá tökum vjer
Iðunn. VII. 6