Iðunn - 01.02.1889, Side 88
82
Johan Ottosen:
aptur til óspilltra mdlanna. Með þeim hætti fd
ltalir traust á oss». A svipstundu snerist Cavour
hugur ; skyldi heldur til stáls sverfa, þó engin væri
von um sigur, en hættá við svo búið.
En Austurríki varð til þess, að hjdlpa italíu
úr þessum kröggum. það neitaði því þverlega að
leggja niður vopnin, og sendi stjórninni í Túrin
»sitt síðasta orð» (ultimatum) : »Gjörið annaðhvort,
að leggja niður vopnin áður en 3 dagar eru liðnir,
ella þolið hernað af oss». þegar svo var gífurlega
að farið, ljet Napóleon ekki lengur letja sig, en
sendi hersveitir sínar áleiðis suður til Sardiníu.
þingið í Túrin veitti Viktor Emanúel einræðisvald,
meðan styrjöldin stæði yfir. þegar Cavour gekk
út úr þinghúsinu, sagði hann við einn vina sinna :
»Nú er lokið ríkisþingi Sardininga ; næsta þing
verður ríkisþing fyrir konungsríkið Ítalíu».
Ófriðurinn var hafinn. það var öldungis jafn-
snemma — hinn 29. dag aprílmánaðar — að 10,000
Austurríkismenn rjeðust inn yfir landamæri Sardi-
níu, og að fylkingabroddar Erakka komu til Genvia
og Turin. Herstjórn Austurríkismanna var ekki
nógu örugg og hvatleg, og var þeim því við falli
biiið. Nærri borginni Magenta biðu þeir ósigur,
og ráku Frakkar og Sardiningar þá alla leið burt af
Langbarðalandi. Var bandamönnum þar tveim
höndum tekið. Austurríkismenn efldust að nýju
að liði, og liugðu að vinna aptur það er þeir höfðu
látið. Hinn 24. júnímánaðar varð orusta nálægt
bænum Solferino, mikil og mannskæð ; unnu banda-
menn þar mikiun sigur. Nú voru að eins Feneyja-
lönd eptir óunuin; bjóst her Frakka og ltala til