Iðunn - 01.02.1889, Side 89
Camillo Cavour.
83
þess að ráðast á kastala þá hina miklu, sem þar
eru til varnar að vestanverðu, en fioti þeirra skyldi
að leggja sjávarmegin. ítalir rjeðu sjer ekki fyrir
fagnaðar sakir. Napóleon hafði svo sagt: »TiI
þess skal barizt, að Italía verði frjáls austur að
Adríahafin. Hver gat nú um sigurinn efast eða
sigurlaunin ?
En þá snorist Napóleoni liugur allt í einu.
1 þorpi einu litlu, Villafranca, fundust þeir, hann
og Austurríkiskeisari; gerðu þeir þar vopnalilje og
komu sjer saman um friðarskilmála. Austurríki
skyldi láta Langbarðaland af hendi við Napóleon,
en hann aptur fá það Viktor Emanúel. þegarher
Austurríkismanna varð undan að hörfa, höfðu smá-
drottnarnir á Mið-Italíu stokkið á burt frá ríkjum
sínum ; þeir skyldu aptur fá lönd sín.
En hvað bar til þess, að Napólen breytti sva
skyndilega ráði sínu ?
það fyrst og fremst, að Prússar stóðu vígbúnir
og ætluðu að ráðast á Erakkland ; f fyrstunni var
þeim það reyndar mesta gleðiefni, að horfa á ófarir
þær, er keppinautur þeirra í Vínarborg fór ; en
bráðlega fjekk hin gamla tortryggð þjóðverja og
hatur þeirra á Frökkum yfirhönd; en að halda
úti í einu tveim herum svo miklum, sem við þurfti,
öðrum á Italíu, en hinum við Rín, það sá Napó-
leon sjer ekki fært. í annan stað hafði það fengið
honum mikils, er hann litaðist um á vígvellinum
við Solferino, þegar orustunni ljetti. Honum gat
ekki völlur þessi úr minni liðið, þar sem þrjátíu
þiisundir dauðra manna búka og lemstraðra lágu
6*