Iðunn - 01.02.1889, Page 90
84 J olian Ottosen :
1 val fallnir. Gerði sú voðasjón hann einnig fúsari
til friðar.
Cavour brá heldur en ekki í brún við þessa
fregn. Allar hans miklu vonir urðu nú að engu.
það var ekki um annað að gera fyrir hann en að
segja af sjer. Hann gat ekki hamlað friðargerðinni,
en vildi með engu móti rita nafn sitt undir samn-
ingana. Hann veik því úr sessi, og fór burtu úr
höfuðborginni.
Allur þorri manna á, Italíu tók friðarfregninni
engu betur en Cavour hafði gert. þótti þeim það
nú rætast, sem Mazzini hafði áður sagt, að her-
ferðir þjóðhöfðingja væri leikur einn ; þeir væru
ánægðir, þegar er þeir hefðu náð undir sig eða ætt
sína landskika nokkrum, en ljetu sig engu skipta
um hörmungar ltalíu. þegar Napóleon kom til
Italíu, var honum tekið með frábærum fögnuðij
dýrð og vegsemd, en nú voru ítalir honum stór-
reiðir, og báðu honum bölbæna.
Drengskapur hinnar ítölsku þjóðar varð því til
fyrirstöðu, að það næði fram að ganga, er keisar-
arnir höfðu af ráðið um hagi Ítalíu ; þeir höfðu
ætlað sjer að stöðva frelsisölduua, eu það varð ein-
ungis til þess að greiða götu hennar. það leið
ekki á löngu, áður en Cavour settist aptur í sæti
það, er hann einn var fær um að skipa, svo vel
væri.
Mið-Italía losnar.
Svo var ákveðið í friðnum í Villafranca, að
höfðingjar þeir, er reknir hefðu verið frá ríkjum,