Iðunn - 01.02.1889, Side 91
Camillo Cavour.
85
skyldu lá aptur lönd sín. |>að voru Toscana og
nokkur önnur fylki, sem nú voru drottinlaus, því
höfðingjar þar höfðu flúið með liði Austurrikis-
manna. íbúar landa þessara höfðu sjálfir skipað
sjer stjórn til bráðabirgða, en vildu ólmir samein-
ast ríki Viktors konungs Emanúels. Nú átti að
ofurselja þá aptur höfðingjum þeirra, er þeir höt-
uðust við. En það varð enginn til að veita liöfð-
ingjum þessum liðskost. Napóleon gat hvorki nje
vildi breyta svo freklega ráði sínu, að hann neytti
herafla síns til þessa; Austurríkismenn fengu því
ekki við komið, hvað fegnir sem þeir vildu, því
Napóleon hjelt her sínum enn um hríð á Lang-
barðalandi. Meiri vandkvæði urðu á um Eomagna;
fylki þetta hafði einnig gert uppreist, en það var
einn hluti af Kirkjuríkinu og eigu páfa að lögum.
Um þetta var Napóleoni óhægt. Heima á Frakk-
landi var hann mjög svo háður klerkaflokknum,
sem rjeð öllu við drottningu hans, Eugeníu ; var
hætt við, að hinn afarvoldugi klerkaflokkur mundi
virða honum það til fulls fjandskapar, ef hann
leyfði að Romagna yrði tekin frá páfa. En á hinn
bóginn vildi Viktor Emanúel ekki láta fylki þetta
ganga úr greipum sjer. í engum hluta Ítalíu höfðu
stjórnendur leikið þegna sína svo grátt sem páfa-
stjórn hafði gert; var svo að orði kveðið, að páfa-
veldið »kjökrandi sýndi Európu aðra hönd sína,
Bjúka, máttvana og ellihruma, en hinni hend-
inni hýddi það þegna sína með járnvendi». þau
af stórveldunum, sem ekki eru kaþólskrar trúar,
hjeldu taum Viktors Emanúels, og vildu ekki að
Eomagna væri seld aptur í hendur páfa. Napóle-