Iðunn - 01.02.1889, Page 92
86
Johan Ottosen :
on varð nú að kveða upp úr. Hann ljet á sjer
skilja, að páfinn gæti vel sleppt nokkru af hinu
veraldlega veldi sínu ; »því minna sem Kirkjuríkið
or, því meiri er páfinn», sagði hann.
Cavour var aptur orðinn ráðaneytisforseti Sar-
diníukonungs, og hljóp hann þegar á lagið. Hann
ljet ganga til allsherjar-atkvæða í fyikjum þessum
■öllum, og var sameining við Sardiníuríki sainþykkt
í einu hljóði, að lieita mátti. Napóleon hafði sjálf-
ur byggt á rjetti almennra atkvæða; það var alls-
herjarkosning, sem hafði gert hann að keisara á
Frakklandi; honum var því ekki annað hægt en
að fallast á það, sem nú fór fram á Italíu.
En það varð líka að leggja nokkuð í sölurnar.
Svo hafði verið urn samið, að Sardiníukonungur
'skyldi fá bæði Langbarðaland og Peneyjar, en
Frakkar aptur Savoyen og Nizza ; nii er ekki varð
af hinu fyrra, þá var sá kaupmáli úr gildi geng-
inn. En er Viktor Emanúel hafði eignast lönd
miklu meiri en áskilið var, þá var aptur hafizt
máls á þessu. Fylkin í Mið-Ítalíu höfðu fyrir al-
menna atkvæðagreiðslu gengið undir Sardiníukon-
ang. í Savoyen var frakkneska töluð, og að nokkru
leyti líka í Nizza. Hvað var þá sennilegra en að
spyrja einnig þessi fylki, hvoru ríkinu þau helzt
vildu fylgja? það var gert, og kusu menn með
miklum atkvæðafjölda, að heyra undir Frakkland.
A þinginu varði Cavour gjörðir sínar í ræðu einni,
sem, ef til vill, bezt af ræöum hans lýsir því, hve
lagið honum var að sannfæra menn. Hann sýndi
fram á, að þjóðernisrjettindum væri ekki með þessu
haggað ; þvert á móti, eptir þeirn hefði einmitt