Iðunn - 01.02.1889, Síða 93
Camillo Cavour.
87
íarið verið. Hann leiddi rök að því, að stjórnin
hefði ekki lógað löndutn þessum af eigin geðþótta,
heldur væri það óumflýjanleg afleiðing af því, er
gjörzt hefði, og allt hafði orðið fyrir sambandið við
Frakka. Hann bað menn gæta þess, að hversu
voldugur sem Napóleon væri, þá væri þó allt veldi
grundvallað á þjóðvilja Frakka, og nú heimtaði
þjóðvilji þeirra fylki þessi, af því að þau væru
frakknesk. þingið sýndi, að það var stöðu sinni
vaxið, og samþykkti með miklum atkvæðafjölda,
að láta af hendi Savoyen og Nizza. Af þessu urðu
nokkrir menn stækustu óvinir Cavours. Einn þeirra
var Garibaldi, uppáhaldsgoð þjóðarinnar; hann var
fæddur í Nizza, og gramdist það mjög, að fæðingar-
horg hans skyldi undan Italíu ganga.
Suður-Italía losnar-
í Neapel sat ættleggur Bourbona að völdum ;
þeir voru hinir mestu harðstjórar og lævísir mjög.
Höfðu konungar þar lengi verið fljótir til að lofa
þegnum sínum frelsi, þegar þeir voru til þeRS
neyddir, en enn þá fljótari voru þeir þó til þess
að rjúfa aptur heit sín undir eins og gafst færi á.
þar höfðu margir ágætir menn og göfugir orðið að
sitja í dýflissum, jafnvel þvisundum saman, og það
við svo illa húsavist, að ekki mundi bjóðandi þykja
nokkurri skepnu ; stundum var einhver ágætismað-
urinn tekinn og hlekkjaður saman við hroðalegasta
glæpamann af úrþvætti skrílsins. Suður-ltalir eru
manna ljettúðugastir, og láta hverjum degi nægja
eína þjáning; en þó voru þeir orðnir fullir haturs