Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 94
88
Johan Ottoscn :
og gremju við harðstjórana. Hjer mátti finna
þe8S Ijósust dæmi, hversu þrautir og torsótt bar-
átta fyrir góðu málefni geta göfgað hugarfar manna.
Maður er nefndur Poerio, borinn og barnfæddur í
Neapel; hann hafði orðið ráðgjafi þar um hríð
árið 1848, því þá neyddist konungur til þess að
gefa þegnum sínum frjálsa stjórnarskipun; árið
eptir varð annað ofan á ; Poerio varð fyrir ofsókn-
um stjórnar þeirrar, er þá sat að völdum, og var
dæmdur í þrældóm á galeiðurn ; þar varð hann að
vera árum sarnan, hlekkjaður saman við mann-
skræfu eina, er líkari var dýri en manni. Lolcs-
ins var hann þó, ásamt öðrum stjórnmála-»glæpa-
mönnum», fluttur f fangelsi, er nokkurn veginn var
viðunandi. I byrjun árs 1859 tók stjórnin það ráð,
að flytja menn þessa af landi burt til Ameríku.
I hegningarlögum Neapelsmanna var irtlegð ekki
nefnd ; þess vegna var það, að allir hinir dæmdu
menn mótmæltu þessari aðferð, er þeir voru komnir
út á Atlanzhaf, og hótuðu skipstjóra að draga hann
fyrir lög og dóm, þegar til Ameríku kæmi; kröfð-
ust þeir, að hann færi með þá til Englands.
Skipstjóri varð hræddur, og gerði sem þeir kröfð-
ust. Jpegar þeir voru komnir undir vernd Eng-
landsatjórnar, var þeim óhætt. Poerio fór þegar
suður til Sardiníu og á fund Cavours. Hann hafði
jafnan kennt í brjósti um píslarvott þennan, er
svo lítið barst á, en eptir það að hann hafði við
hann rætt, fjekk hann mestu virðingu fyrir hon-
um. ».Teg hafði búizt við», sagði Cavour, »að hitta
heiðursmann; en að hitta mann, er verið hefir 10
ár í þrældómi á galeiðum, og ekkí talar nokkurb