Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 96
90
Johan Ottoscn :
Jpetta vissu ítalir vel. Hvernig hefðu sjálfboðarnir
annars getað »stolið» 48 fallbyssum, með öllum
búnaði, úr hertygjabúrinu í Genúa, eins og altal-
að var ? En ekki ljet Cavour neitt til sín taka um
liðveizlu við Garibaldi, svo á bæri, fyr en Nea-
pelskonungur loksins bjóst til að verja kappsam-
lega þann litla landskika, sem honum var enn
-eptir skilinn. þá sendi hann her suður á land.
Var þá Kirkjuríkinu ekki lengur hlíft. Austurfylki
þess voru tekin á nokkrum dögum. Einungis fylk-
ið Eóm, arfleifð Pjeturs postula, ljet Cavour ó-
snert. Hjelt nú herinn áfram súður í Neapel.
Með því að skerast þannig í leikinn, hafði Cavour
tvennt áunnið ; það fyrst, að bæta tveiin lands-
hlutum við ríki Viktors Emanúels; það ann-
að, að hafa her þar syðra til varnar páfa og Róma-
borg fyrir Garibaldi. því það var áform þessarar
óstýrilátu frelsishetju, að ráðast þá þegar á Eóma-
borg, er Neapelsland væri unnið. En Cavour vildi
umfram allt, að það yrði ekki, því í Rómaborg var
franskt setulið, og hefði það verið að ganga í beran
fjandskap við Napóleon, ef ráð Garibaldi hefðu náð
fram að ganga; mundi þá og Austurríki hafa sætt
lagi, og kollvarpað öllu því, er afrekað var. Gari-
baldi vann sigur mikinn á liði Neapelskonungs
við Ct.púa; hafði Garibaldi 20,000 sjálfboðaliða, en
her konungs var 40,000 manna; varð þar hörð or-
usta og löng; þegar orustan stóð sem hæst, komu
þar að herdeildir tvær af liði Viktors Emanúels og
gengu þegar í lið með Garibaldi. Var nú hvoru-
tveggja herinn kominn saman á einn stað.
|>ó að Garibaldi væri, eins og öllum er kunn-