Iðunn - 01.02.1889, Síða 97
Camillo Cavour.
91
ugt, lýðveldismaður, hafði það þó jafnan verið ætl-
un hans, að landahlutar þeir, er síðast voru unnir,
skyldu sameinast konungsríki Yiktors Emaniiels.
Eu hann vildi láta konung taka við þeim að gjöf
frá suðurhernum ; vildi hann ekki, að almenn at-
kvæðagreiðsla færi þar fram ; með þeim hætti fjekk
sameiningin allan annan blæ. Honum gleymdist
í þetta sinn að gæta þess, hver var vilji þjóðar-
innar, en haun var eindreginn sá, að ganga þá
þegar til allsherjaratkvæða. Fundu menn fijótt
ráð til þess að lýsa yfir þessum vilja sínum. Einn
morgun leit svo út, sem snjóað hefði um nóttina
í Neapel eintómu orðinu »;a»; hurðir, gluggar, hús,
menn—allt var þakið með þessu einu litla orði. |>á
ljet Garibaldi undan svo einbeittum vilja, og leyfði,
að til atkvæða væri gengið. Var Viktor Emanúel
til konungs kosinn nær í einu hljóði.
Jpannig var þá Italía orðin eitt ríki. Umendi-
langa Ítalíu, norðan frá Alpafjöllum suður á syðstu
skagatá á Sikiley , gengu nú ein lög yfir og eitt
þjóðarmerki. Enn vantaði að vísu Eóm og Pen-
eyjar; en einingin var fengin ; það sem vantaði,
gat hæglega fengist, þegar vel stæði á; og það
fjekkst, þó að Covour auðnaðist ekki að lifa það.
—Metnaður sá og öfund, er lengi hafði verið milli
Prússa og Austurríkismanna, ágerðist svo, að ó-
friður varð úr, 1866. Italía sætti þessu lagi, og
gerði samband við Prússa. Reyndar biðu ítalir ó-
sigur bæði á sjó og landi, en þó fengu þeir það,
sem þeir höfðu til ætlazt. Austurríkismenn fóru
svo miklar ófarir fyrir Prússum við Königgrátz,
að þeir urðu fegnir að láta af hendi fylkið og