Iðunn - 01.02.1889, Side 98
92
Johan Ottosen :
borgina Feneyjar, til þess að kaupa á sig frið að
sunnanverðu. Eptir að almenn atkvæðsgreiðsla
var um garð gengin, voru Feneyjar sameinaðar við
konungsríki Yiktors Emanúels.
Nú var Bómaborg ein eptir. Italíu vantaði
allt af nokkuð, meðan fáni hennar blakti ekki
yfir í nhinni eilífu borgn. Engin borg önnur gat
orðið höfuðstaður hins nýja konungsríkis; aðrar
stórborgir Italíu mundu engri lúta, nema Bóma-
borg einni. En þar höfðu Frakkar setulið. Na-
póleon III. mátti ekki svipta páfann þessari vernd;
þá hefði hinn voldugi klerkaflokkur á Frakklandi
orðið óður og uppvægur. Eptir ófarirnar fyrir þjóð-
verjum í ágústmánuði 1870, neyddist Frakkastjórn
til þess að kveðja setulið sitt heim frá Bómaborg.
Biðu Italir þá ekki boðanna, en hjeldu þegar með
her manns inn yfir landamæri Kirkjuríkis, og til
Bómaborgar. Hermenn þeir, er á mála höfðu
gengið hjá páfa, vörðust að eins fáar stundir, áður
en þeir yrðu undan að hörfa. Stræti það, er her-
meun Italíu fóru um inn í Bómaborg, hefir nafn
fengið af atburði þessum, og heitir ntuttugasta-
septembers-gata#. Bómaborg er orðin höfuðstað-
ur ríkisins. Eining Ítalíu var algjör. Sú von,
sem öldum saman hafði lifað í brjósti hinna beztu
manna á Ítalíu, hafði nú ræzt.
Andlát Cavours.
þegar búið var, 1860, að leggja Neapel við
hið nýja rfki, var stefnt til allsherjarþings fyrir
•konungsríkið Ítalíu#. Átti Cavour þá mikinn starfa