Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 99
Camillo Cavour.
93
fyrir höndum. Fyrst og fremst var það, að fá
lýðinn, í öllum hlutum landsins, gjörðan að einni
þjóð; það var enginn hægðarleikur, þar sem allt
hafði verið á sundrungu í þúsund ár ; þeir voru
og nokkrir, er af alefli spyrntu móti einingunni;
var klerkaflokkurinn þar langfremstur í röð. Al-
þýða öll var ramm-kaþólsk, og full hjátrúar. Að
sönnu var húti hlynnt einingunni; en þó mat hún
páfann enn meira, því hann hafði lykla himnaríkis
f höndum sjer. En nú bar brýna nauðsyn til
fyrir ltalíu, að ná Eómaborg, því að sú borg hafði
í meira en tvö þúsund ár verið samvaxin einingu,
frægð og veldi þjóðarinnar. þessu þurfti að fá
til vegar komið; það þurfti að telja þeitu hug-
hvarf, sem þessu voru andstæðir eða æðruðust.
Mátti Cavour taka á allri sinni miklu snilld, ef
þetta skyldi takast.
En hann var nú búinn að sh'ta sjer út. það
hafði legið svo mikið erfiði honum á herðum, að
það gegnir hinni mestu furðu, að liann fjekk undir
því risið ; en það gat hann því að eins, að hann
var heilsugóður, og síkátur og glaður. Vinirhans,
þeir er honum voru handgengnastir, kunna margar
sögur um glaðlyndi hans. Um hríð gegndi hann
4 ráðherraembættum í senn; ef nokkurt hlje
varð á önnum hans, var það opt, að hann hljóp
og hoppaði um herbergið, eins og krakki, sem
fengið hefir leyfi ; stunduui hljóp hann þá inn í
næsta herbergi til skrifara síns, og leysti þar þá
algjörlega frá skjóðunni með fyndni og meinlegum
orðum gegn mótstöðumönnum sínum ; hann hermdi
eptir þeim kæki þeirra, mjög skringilega. það var