Iðunn - 01.02.1889, Side 100
94
Johan Ottosen :
rjett eins og hann með þessu væri að hefna sín á
þessum mönnum fyrir þær mörgu leiðindastundir,
sem hann hafði orðið að sitja og hlýða fl hinar
löngu þingræður þeirra. það var hinn sami mað-
ur, er gaf að líta á þingi. þótt hann væri lítill
vexti, breiðleitur og ekki fríður, þá voru andlegir
yfirburðir hans svo miklir, að tilheyrendum virtist
hann vera þar sem risi meðal dverga.
Nú var þessi dæmafái vinnuþróttur þrotinn.
Eptir þingfund einn langan og erfiðan, komst hann
nauðulega heim til sín, sjúkur og máttfarinn.
Skömmu síðar andaðist hann, 6. dag júnímánaðar
1861. A banasænginni talaði hann um hið mikla
verk, sem þegar var unnið, og um það, sem eptir
var óunnið. Hann var áhyggjufullur um sundr-
ungu þá, sem enn var á þjóðinni: »Norður-ítalir
eru búnir; þar eru engir Langbarðar eða Toscanar
framar til, vjer erum allir ítalir; en Neapelsmenn
eru til enn þá. það er margt seyrið enn þá í
Neapel; það er ekki þeim að kenna; aumingjarn-
ir, þeim var svo illa stjórnað. Engar hervörzlur !
engar einveldis-aðfarir ! Með hervörzlum getur hver
klaufinn stjórnað. Jeg vil að þeim sje frjálslega
stjórnað, og þá mun Neapel að 20 árum liðnum
verða orðið hinn auðugasti hluti Italíu». Að lok-
um hugsaði hann um ástand kirkjunnar ; þau síð-
ustu orð, sem hann talaði, voru þessi: #frjáls kirkja
í frjálsu ríki»; og eru þau næsta þýðingarmikil.
Hann varð allri þjóðinni mjög harmdauði.
Smiðurinn hvarf óðara en hann hafði smíðinni lok-
ið. Hver gat fyllt sæti hans? Hver gat haldið
áfram starfi hans í sama anda og með sömu snilld?