Iðunn - 01.02.1889, Síða 101
Camillo Cavour.
95
Liðiu eru nú 28 ár frá andláti Cavours, en
ekki hefir Ítalía enn eignast stjórnvitring honurn
jafn snjallan, og Európa tæpast lieldur.
Cavour hefir ekki bi'tið til þjóðernishreyfingu
Itala; það hafa undanfarnar aldir gert; en hann
hefir stýrt hcnni til sigurs. Aður en hann kom til
sögunnar, var hreyfingin mjög á stangli og þrótt-
laus ; hver tortrygði annan ; Cavour dró alla saman
í eitt, frá hinum römmustu apturhalds- og aðals-
mönnum til lýðveldismanna og lausaliðaforingja.
Aður eyddu Italir afla sínum til ónýtis móti ofur-
efli Austurríkismanna ; Cavour útvegaði þeim öfl-
ugan bandamann, og bjó svo um, að sigurvinning-
ar hans komu Itölum að gagni, en brögð hans urðu
þeim ekki að ógagni. Áður var Ítalía óvinsæl, og
tortryggðu hana jafnvel frjálslyndar þjóðir í Eu-
í’ópu. Við komu Cavours breyttist það svo, að
jafnvel drottnar þjóðanna árnuðu henni heilla í
frelsisbaráttunni. Áður var Italía einungis »nafn
eitt í landaskipunarfræðinni». jpegar Cavour fjell
frá, var hún orðin að 'voldugu ríki; hún var orðin
sjötta stórveldið í Európu.
Braut hans lá um blóðuga vígvelli. En ef ó-
frið skal heyja á annað borð, þá er enginn mál-
staður mætari til þess, en að leysa kúgaðan lýð
undan útlendri áþján. Blóðsúthellingarnar koma
ekki yfir höfuð þeim manni, sem á vann Italíu frelsi,
lieldur þeim, sem hjeldu henni í versta þrældómi.
Verkfæri hans var frclsið. Cavour fylgdi jafn-
an frjálsum grundvallarlögum lands síns ; aldrei fór
hann gagnstætt því, sem þingið \ildi. þetta gerði
, hann ekki af því, að þess ráð væru jafnan bezt