Iðunn - 01.02.1889, Page 102
96 Johan Ottosen: Camillo Cavour.
ráðin, heldur vegna þess, að hann er sann-
færður um, að frjáls stjórnarskipun væri hin
bezta. »Jeg segi ykkurþað satt», sagði hann einu
•sinni, #að ekki er svo ljeleg þingbundin stjórn til,
að ekki sje betri en nokkur einvaldsstjórn#.
A dögum Cavours voru »þjóðfrelsismenn» fremstir
um alla Burópu, og hann aptur þeirra fremstur;
það sem á þeim dögum þótti mest um vert, var
þjóðernisrjettindi og frjálsleg stjórn með þingbunduu
konungsveldi. þjóðfrelsismenn hafa í sumum öðr-
um löndurn fengið misjafnt orð, þótt vera hálfvolgir
og sjerplægnir. Svo þótti þeim fara á þýzkalandi.
f>eir kröfðust frelsis fyrir sitt land, en vildu kúga
þjóðirnar umhverfis ; þeir vildu láta hina æðri borg-
arastjett njóta fullkomnunar og frelsis, en verk-
mannalýðurinn skyldi öðrum lögum háður. En
Oavour var enginn hálfvelgjumaður; hann varði
llfi sínu til þess, að afla Ítalíu sjálfsforræðis; vegna
þess að Savoyen var í raun rjettri franskt fylki,
leyfði hann því sjálfu að ráða örlögum sínum. Hann
mat frelsi innanríkis svo mikils, að hann vildi ekki
einu sinni neyta vopna einveldisins gegn hinum
örgustu fjandmönnum sínum, en það var klerka-
flokkurinn; til dauðadags brá hann aldrei útafþví,
er hann hafði sagt snemma : »Annaðhvort skal jeg.
fá skoðunum mínum fraragengt, eða úr sessi víkja
að öðrum kosti».
(Ó. S. þýddi).