Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 105
Dleiðsla og svefngöngur.
99
þann hátt margvíslega aukið þekkingu vora á þess-
um efnum, sem mega vera svo mikilsvarðandi bæði
fyrir lækna og lögfræðinga.
Tilraunir sínar gerðu þeir á ungri stúlku, jung-
frú, er virtist einkar vel fallin til þess að reyna
á henni áhrif »svæfinganna». þannig tókst Po-
cachon að hleypa upp þrota á handlegg hennar,
að öllu leyti líkum þrota undan spanskfiugnaplástri,
með því að leggja pjötlu af frímerkjapappír á hand-
légg henni, meðan hún var í svæfingarmóki, og
með því jafnframt að koma þeirri ímyndun inn
hjá henni, að pappírspjatlan væri dragplástur. þessi
tilraun var gerð í Nancy, í einni af kennslustofum
læknisfræðinganna, í viðurvist'margra lækna og ann-
ara votta, svo að það er ekki hægt að rengja það,
að sagan er sönn.
Dr. Ladame segir frá mörgum tilraunum, er
gerðar voru á þessari ungu stúlku; en bætir svo
við : Okkur fór að langa til að reyna það, hvað
satt kynni að vera í síðustu sögunni hans Jules
Clareties, sögunni um Jean Mornas, og komast
fyrir það, hvort takast mætti að koma inn hjá
svæfðum manni hvötum til þess að gera það, sem
frá er sagt í bókinni. En svo hefir farið um þess-
ar tilraunir, að eg tel það nú vafalaust, að höf-
undur Jean Mornas hafi hlotið að gera áþekkar
tilraunir, áður en hann samdi bökina,, svo sam-
kvæm eru sannri reynd öll þau atvik, er frá segir
í bókinni, og sem livað fjarstæðust þykja, og eg
get fullyrt það, að eg hefi séð þessa sögu fara fram
fyrir augum mér.
7*