Iðunn - 01.02.1889, Page 106
100 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
Eg svæfði juugfrú X. vel, svo að hún var sem
í dái, og bauð henni að koma aptur daginn eptir
á tiltekinni stundu, að laumast svo að sem minnst
bæri á inn hjá herra Eocachon, og gæta þess, að
eugi yrði við það var, stela þar úr skáp, sem eg
vísaði henni á, armbandi, Og færa mér það, svo að
enginn vissi; eg brýndi fyrir henni margt, er hún
þyrfti að athuga, til þess að hún yrði ekki staðinn
að verkinu, og tók það jafnframt fram við hana,
að hún með engu móti mætti kenna mér um eða
koma upp um mig.
Ekki er hægt því orðum að lýsa, hve nákvæm-
lega hún hlýðnaðist boðum mínum, og hve kæn-
lega hún framdi þjófnaðinn —, og það að mór á-
s-jáanda, því eg hafði falið mig að hurðarbaki, og
sá allt hvað fram fór. Að ákveðinni stundu kom
hún til mín, og fór þá að öllu eins varlega og eg
liafði fyrir mælt, og fókk mér í laurni hinn stolna
grip-
Sama kveldið svæfði Focachon hana, og áttu
þau, meðan hún var í því dái, þetta tal sarnan :
F.: í dag hefir verið stolið frá mér armbandi.
Vitið þér hver stolið hefir ? X.: Hvernig ætti eg
að vita það ? F.: það er engi vafi á því, að þér
vitið það. X.: Hvers vegna ? F.: Af því að eg
hefi vissu fyrir, að þór þekkið þjófinn. Nefnið
hann fyrir mér. X.: Eg get það ekki. F.: Eg vil
fá að vita það. X.: En eg hefi sagt yður að eg
gæti það ekki. F.: þér megið vita það, að nú sem
stendur getið þér ekkert viljað. þér hljótið að
hlýðnast mínum vilja. Svarið þér mér ! X. þegir
um stund, en segir svo, og er sem hún taki það