Iðunn - 01.02.1889, Page 108
102 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
Z. hinn seki, og að þér hafið staðið hann af þjófn-
aðinum. X.: Eu þetta væri ekki satt, þar sem
það er eg, er hefi tekið armbandið. F.: það má
einu gilda; þér skuluð skrifa þetta. X.: Jæja, eg
skal skrifa það, en það er ekki satt. F.: Víst er
það satt. þér eruð langt um of ráðvönd til þess,
að hafa farið að stela; það er ekki þér sem stáluð.
jþér skiljið það, það er ekki þér, eg segi yður það
satt, það er ekki þér, senr stáluð. X. (eins og
með fullri sannfæringu) : Og nei, ekki var það eg.
F.: Iíann Z. er þjófurinn ; þér sáuð það sjálf. X.
(með ákefð): Víst sá eg það; hann er þjófurinn.
F.: þér verðið þá að skrifa dómaranum um það.
X.: það er sjálfsagt, að eg hlýt að Ijósta upp um
hann.
Og óðara en búið var að vekja hana, tók hún
sig til ótilkvödd, og skrifaði, innsiglaði og frímerkti
bréf til dómarans, fulltrúa um það, að hvert orð
væri satt í því, er hún sagði frá. jSún ætlaði að
fara með bréfið á pósthúsið, en því var aptrað með
þvf, að hún var svæfð á nýjan leik. Bréf hennar
til dómarans var þannig :
Charmes 5. október.
Herra dómari !
Eg þarf að inna af hendi skyldu. 1 morgun
var stolið armbandi frá herra Focachon. Mór var
íyrst kennt um þjófnaðiun, en þar var eg höfð fyrir
rangri sök; það get eg sagt yður með sanni.
En eg get nefnt þjófinn, því eg horfði á allt,
sem fram fór. það er hann Z. (nafnið skrifað fullum
stöfum). Og svona fór hann að því. 1 morgun
fór hann inn í hús herra Focachons inn um litlu