Iðunn - 01.02.1889, Side 109
Dáleiðsla og svefngöngur. 103
dyrnar út að Torggötunni, og hann stal armbandi,
er frú Focachon á. J>að lá í skáp, er stendur rétt
við gluggaun. Eg horfði á hann. Hann stakk
armbandinu í vasa sinn, og fór svo leiðar sinnar.
Eg kann ekki sannara orð að tala, en að allt fór
fram svo sem nú segi eg frá. Hann er þjófurinn,
og er eg fús til að bera það fyrir dómi.
(Nafnið).'
Bréf þetta skrifaði húu að öllu leyti sjálf, og
þetta, sem hún seinast býðst til, að koma fram
sem vitni fyrir dómi, tók hún alveg upp hjá sjálfri
sér. Nú sem stendur er hún alveg búin að gleyma
öllu þessu, og varla mundi neinn fremur en hún
verða hissa, ef menn segðu henni frá, til hvers hún
lét hafa sig. En þó má ætla upp á það, að hefði
henni svæfðri verið skipað að koma hálfsmánaðar
eða mánaðartíma seinna fram fyrir einhvern dóm,
til þess að bera fram þessar sakir, er hún liafði
látið telja sér trú um, þá mundi hún hafa gert
það, og óhvikandi unnið eið að framburði sínum.
jpessi tilraun gefur sýnishorn af því, að þann-
ig má háskalega koma við ljúgvitnum, og eru
slíkir ljúgvottar því háskalegri, sem þeir sjálíir eru
sannfærðir um, að framburður þeirra sé sannur, og
það þarf ekki við því að búast, hvernig svo sem
dómarinn fer að þeim, að þeir iðrist framburðar.
síns, eða verði tvísaga.
Fjarska margar tilraunir slfkar og því um lík-
ar hafa verið gerðar nú upp á síðkastið á Frakk-
landi, bæði af læknum og lögfræðingum, og gefur
að skilja, að mönnum muni hafa mikið um fundizt,
og er það ekki fyrir það eitt, að það varðar mjög