Iðunn - 01.02.1889, Page 110
104 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
miklu, bæði fyrir lækua, lögfræðin^a og sálarfræð-
inga, að hafa glögga þekkingu á högum og ástandi
svæfðra manna, en það var einnig fyrir það, að
menn þóttnst mega vænast þess, að nokkuð mundu
skýrast fyrir nmnni þessir merkilegu andlegu fyrir-
burðir, ef vel til færir menn eptir réttum reglum
gerði tilraunir um þá og rannsóknir á þeim, og að
með því mundi létta dularblæju þeirri, er þeir
menn, sem gerðu sér atvinnu af því, að »svæfa»
menn eða »segulmagna», liöfðu hjúpað sig og af-
reksverk sín fyrir kyngikrapt þann, er þeir köll-
uðu »dýraseguhnögnun». Nafnið sjálft var vel kjör-
ið til þess að leiða menn á glapstigu, þar sem það
gaf ímyndunaraflinu vel undir fótinn, en skýrði
ekki neitt af neinu. Allt fram á slðustu ár hafa
læknar, að fám einum undanskildum, sneitt sig
hjá því að rýna eptir neinu því, er vitað hefir í
þessa átt; en þegar annar eins merkislæknir og
Charcot í París fór að gefa sig við slíkum rann-
sóknum, þá þótti fleirum sér mega það vel sama.
Alyktanir þær, er læknar þessir hafa getað dregið
af rannsóknum sínum, eru þegar orðnar gagnmerki-
legar, og það er engi vafí á því, að því betur sem
tekst að kynna sér ástand manna í þessari svefn-
leiðslu (dáleiðslu), því betur muni og skýrast fyrir
manni margt hvað í andlegu lífi manna, er áður
'var sem óráðin gáta. þ>að má nú telja það víst,
að læknar geti notað »svæfingar» og dáleiðslu, eins
og hvert annað afbragðsmeðal, og það við margá
kvilla, er áður létu ekki undan neiuu ; lagamönn-
um verður úr þessu skylt að taka tillit til þess,
að ekki er ómögulegt, að glæpir þeir, er á saka-