Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 112
106 J. Christmas-Dirclduok-Holmfeld:
orðið til þess að leggja trúnað á þenna hégóma,
það annað, að þeir voru nœsta fáir, er gáfu sig
við þessum »svœfingatilraunum», hitt það, að þeim
fáu mönnum, sem lögðu stund á þœr, þótti það
miklu máli skipta, að þeir væri haldnir menn
gæddir einhverjum frábærum liæfilegleikum, er léti
þá skara fram úr öllum öðrum. En nú er það
sannast að segja, að hver maður getur orðið »dá-
valdur»; það sem til þess þarf, er að þekkja að-
ferðir þær, sem við það eru hafðar, og að getabor-
ið sig svo örugglega, að sá, sem svæfa á, hafi nógu
mikið traust á mætti »dávaldsins».
þ>etta, að hver og einn getur gerzt »dávaldur»,
er mjög mikilsvert atriði, þegar um það ræðir, að
komast í skilning um ástand »svæfðra» manna, og
það hefir fremur öllu öðru stutt að því, að þekking
manna í þessu tilliti ykist.
Menn hafa haft ýmsar aðferðir til þess, að
koma mönnum í þenna svefn eða mók eða dá.
Sú aðferðin, er fyrst tíðkaðist, var það, að »dá-
valdurinn» skipaði þeim, er svæfa átti, að horfast
í augu við sig. Dávaldurinn leitaðist nii við að
Evessa augun sem mest mátti hann á þann, er
svæfa átti, til þess að hann því heldur gæfi sig
honum á vald, og á þann hátt vildi hann þröngva
honum til að láta mókið færast á sig. þessi að-
ferð var mikil þolraun fyrir báða, jafnt »dávald-
inn» og þann, sem svæfa átti, og mistókst opt, sem
skiljanlegt mun verða af því, er síðar skal segja.
Dupotet við hafði þessa aðferð; en nú eru flestir
frá henni horfnir, og hafa tekið upp í hennar stað
aðferð þá, er Englendingurinn Braid kenndi mönn-