Iðunn - 01.02.1889, Page 113
JDáleiðsla og svefngöngur. 107
Um. Aðferð Braids er í því fólgin, að haun lét
þá, er svæfa átti, einblína á einhvern hlut, sem
helzt átti að vera gljáandi, er annaðhvort hann
eða þeir héldu á í hendinni. þessi aðferð er mjög
eptirtektaverð, því hún sannar það glögglega, að
það er ekki neinn óþekktur kyngimagnaður vökvi,
er veldur svefninum, eða mókinu eða dáinu, held-
ur svæfast menn eða falla í dá eingöngu við það,
að blína á þennan eina hlut, sem haldið er nærri
augum þess, er svæfa á. En þessi aðferð er ekki
heldur annmarkalaus; því bæði er hún ákaílega
þreytandi fyrir þann, er svæfa skal, og auk þess
ekki alveg hættulaus, einkanlega ef þessurn gljá-
anda hlut, sem á skal blína, er haldið mjög nærri
augunum. Menn liafa opt séð þessa allónotaleg
eptirköst, t. a. m. ákafa sinadrætti og sinakippi,
og þvi um líkt, sem að vísu ekki er beinlínis hættu-
legt lífi sjúklingsins, en þó mjög ónotalegt bæði fyrir
dávaldinn og hann.
þessari aðferð er því ekki heldur meira en svo
hælanda, enda hefir hún orðið að rýma sessinn
fyrir þriðju aðferðinni, sem hefir mikla kosti fram
yfir báðar hinar. Sú aðferð er alveg hættulaus;
hún hrífur á velflesta, og kemur vel heim við þann
skilning á ástandi svæfðra ínanna, sem nú er um
það leyti að verða algengastur. Sú aðferð er í
því fólgin, að menn smeygja inn hjá þeim, er
svæfa á, þeirri trú, að hann hljóti að sofna eða
falla í dá. Hann er settur á hægan stól f herbergi,
þar sem kyrð er á öllu, og þegar »dávaldurinn» er
búinn að hughreysta hann með því, að hann skuli
ekkert eiga á hættu, þótt hann sé svæfður, segir