Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 115
Dáleiðsla og svefngöngur.
109
aptur augnalokunum og reynir sl og æ til þess að
að smeygja svefnhugsuninni inn hjáþeim, er svæfa
á, og segir: »Nú eru augun aptur ; þér getið eigi
opnað þau; þór smáfarið nú að sofna, þér getið
eigi varizt því»; svo lækkar dávaldurinn smám-
saman róminn, og segir enn á ný : »Sofið þér nú»;
og það er sjaldan að lengra líði en svo sem
4 eða 5 mínútur áður en sá er sofnaður, er svæfa
átti.
Með þessari aðferð má það takast, að svæfa
pcr suggestionem, með því að dávaldurinn smeygir
eða laumar inn í huga þess, er svæfa á, hugsun-
inni um svefn. þ>að hefir þótt hæfilegt, að vera
nokkuð fjölorðari um þessa aðferð, sem Dr. Lie-
béault í Nancy fremstur uianna hefir tíðkað, enda
hefir hann verið einn meðal þeirra, er bezt hafa
gengið fram í þessum rannsóknum; þessi aðferð
má takast vel við velflesta. þótt ekki sofni allir
við fyrstu tiiraunina, þá er þó vant að fara svo
fyrir flestum, að þeir verða daufari, og þessi deyfð
getur smámsaman, só fieiri tilraunir gerðar, t.
a. m. þrjár eða fjórar, snúizt upp í reglu-
legt mók eða dá. ,'Jpað er vant að vera ofboð
hægt að svæfa böin, jafnskjótt og þau eru orðin
nógu gömul til þeSs að skilja það sem maður segir
þeim. Opt þarf ekki annað en láta aptur á þeim
augun og segja þeim, að þau eigi að sofa, til þess
að þau sofni. Svo sem fyr var á vikið, má þetta
einnig takast við marga fullorðna, en til þess þarf
þá það, að þeir vilji láta svæfa sig. það er mjög
torvelt að fá menn svæfða, sem ekkert gengur að,
og sem kosta kaþps um að halda sér vakandi.