Iðunn - 01.02.1889, Síða 116
110 J. Christmas-iiirckinek-Holmfeld:
Dávaldurinn verður að haga öllu atferli sínu
eptir mismunandi skilningareðli þeirra, er liann á
við. A suma hrífur bezt blíðskapur ; við aðra þarf
dávaldurinn að gera sig nokkuð hastan, til þess
með því að þagga niður hjá þeim, er svæfa á, alla
ílöngun í það, að hlægja að tilburðum hans, eða
til þess að lengja hjá þeim, er svæfa á, mótspyrnu
þá, er hann ósjálfrátt kann að gera móti því, að
selja sig svefninum á vald.
Svo sem fyrr var sagt, getur það komið fyrir
með marga, að þeir verða ekki svæfðir fyr en eptir
nokkrar árangurslausar tilrannir; en hafi það tek-
izt að svæfa þá nokkrum sinnum, þá verða þeir
brátt háðir dávaldinum. Hann þarf þá opt ékki
annað en hvessa sem snöggvast á þá augun, og
segja við þá : »Sofið þér nú», og að fáuni sekúnd-
um liðnum láta þeir aptur augun og sofna. ]pað
er ekki vert að vera meira en fáeinar mínútur í
senn að reyna at svæfa ; takist það ekki í fyrsta
sinni, tekst það vanalega í annað eða þriðja
sinni.
Sumir menn, sem eru mjög viðurtækilegir
»svæfingarinnblástri», falla í mók óðara en búið er
að smeygja inn *hjá þeirn hugsuninni um svefninn.
|>essa menn má svæfa bréflega, t. d. ef menn skrifa
þeim það, að þeir skuli sofna jafnskjótt og þeir
hafa lesið bréfið; það má svæfa þá með hljóðbera-
orðsendingu, eins og Liégeois háskólakennari marg-
sinnis hefir sýnt og saDnað ; skjótt að segja, hugs-
unin um svefn er nóg til þess að svæfa þá.
Sumir menn falla í mókið óviljandi, t. a. m.