Iðunn - 01.02.1889, Page 117
Dáleiðsla og svefngöngur. 111
þegar þeir eru að reyna að svæfa aðra. Um það
segir Braid þessa sögu :
Dag einn kom maður tii hans og bað hann
um að svæfa sig. Braid var ekki viðlátinn þá í
svipinn, og bað því kunningja sinn, sem Walker
hét, um að svæfa manninn. Skömmu síðar kom
Braid inn í herbergið ; sá hann þá þann, er svæfa
skyldi, sitja fyrir, blínanda á Walker, en Walker
stóð frammi fyrir honum með uppréttan handlegg-
inn, og starði hann einnig á manninn ; en það sem
Braid þótti kynlegt, var það, að Walker var
steinsofnaður, handleggurinn á honum og fing-
urnir stjarfir, en maðurinn, sem svæfa átti, glað-
vakandi.
A sjúklingadeild sinni hafði Dumontpalier
inóðursjúkan kvennmann, er varð stjörf, þegar hún
sat frammi fyrir skuggsjá og greiddi hár sitt. Ilún
sat hreyfingarlaus, og starði á skuggsjána hálfopn-
um augum, en handleggir hennar héldust kyrrir í
sömu stellingunum, sem þeir höfðu verið í, þegar
hún sofnaði, lyptir upp fyrir höfuð lienni, eins og
hjá kvennmanni, sem er að greiða sér. Ekki
þurfti annað til þess að vekja hana, en rótt í svip
að horfa í augun á mynd hennar í skuggsjánni.
Dr. Azam hefir einnig veitt eptirtekt ungri stúlku,
er varð stjörf, þegar hún horfðist í augu við sig í
skuggsjá, og hann getur einnig um unga 6 vetra
gamla stúlku, er féll í svefnmók, hve nær sem hún
saumaði huappagöt, sem er vinna, er heimtar mikla
eptirtekt og er augnaraun mikil.
Enginn má ætla það, að það sé ekki aðrir en
ístöðulausir og þreklausir menn og móðursjúkt