Iðunn - 01.02.1889, Side 118
112 J. Christmas-Dirckinok-Holrnfeld.
kveunfólk og aðrir þ ví um líkir, er hægt sé að fá
svæfða. J>ví fer svo fjarri, að bæði Liébeault og
Bernbeim, sem hafa fengið mikla reynslu í þessum
efnum, segja fortakslaust, að á flesta menn hrífi
nokkuð svæfingarnar. þ>að er auðvitað, að það er
talsverður munur á því, hvað viðurtækilegir menn
eru. Ómenntaðir menn, menn, sem eru vanir því
að hlýða í blindni, t. a.m. hermenn, eru, ef til vill^
fljótari til að taka á móti áhrifum af dávaldinum,
heldur en þeir, sem hafa sjálfstæðara heilabá, sem
opt sér hálfóafvitandi leitast við að veita mótspyrnu
áhrifum dávaldsins. En þeir eru fæstir, er tekst
það að öllu leyti. |>að er opt mjög torvelt, og
stundum alveg ómögulegt, að svæfa geðveikamenn
og þunglynda, því að — svo sem áður er sagt —
þarf þess ávallt, að sá, sem svæfa á, vilji sjálfur
án allrar mótspyrnu gefa sig á vald dávaldinum,
og þar sem þetta á sér stað, þar tekst þvínær ávallt
að svæfa.
Höfgastig svefns þess, er þeir falla í, sem
svæfðir eru, er mismunandi, og fer það eptir því,
hversu viðurtækilegur hver einn er þ'eirra, er svæfa
skal. Nú sem stendur kemur læknum þeim, sem
kunnugastir eru þessum efnum, ekki alls kostar
saman um það, hvernig flokka eigi ástand svæfðra
manna. Salpétriéreskólinn,—þ. e. Charcot og læri-
sveinar hans—halda því fram, að réttast sé að skipta
þessum svefni »svæfðra» manna í þrjú stig, sem þó
að nokkru leyti geta runnið saman. Fyrsta stigið
er stjarfastigið ; á það má koma sjúklingnum með
því að láta hann stara á einhvern punkt, er beri
mikla birtu (allar þessar tilraunir eru gerðar á