Iðunn - 01.02.1889, Page 119
Dáleiösla og svefngöngur.
113
móðursjúkum mauneskjum). J>egar svo ljósið er
látið snögglega liverfa, kemst sjúklingurinn á ann-
að stigið, dáið ; og loksins má koma honum á þriðja
stigið, svefgöngu- eða leiðslustígið, með því stundar-
korn að styðja þétt á hvirfil honum. Nú á síðustu
árum hefir skólinn í Nancy, þar sem þeir Dr.
Liébeault og Bernheim eru öndvegishöldar, andmælt
þessari fiokkun, og að því er virðist með góðum
rökum. þeir telja sex mismunandi stig, sem þó
ekki hafa skýr takmörk, heldur geta runnið saman
hvað í annað.
þeir hafa gert allar tilraunir sínar á alheil-
brigðum mönnum, og lýsa þeir þannig hinum ýmsu
stigum svæfingarinnar :
A fyrsta stiginu finnur sá, sem svæfður er, til
deyfðar, til höfga í augnalokunutn; hann syfjar.
f>að eru fáeinir menn, sem ekki er hægt að koma
lengra á leið en þetta.
A öðru stiginu hefir sá, sem svæfður er, aptur
augun ; limir hans eru lémagna. Hann heyrir allt,
sem sagt er í kring um hann og við hann. En
hann er háður vilja dávaldsins. Heili hans er
töfraður, eins og þeir komast að orði, sem gefa sig
við því, að svæfa menn. jpegar svona er komið
með.þann, sem svæfður er, þá má gera hann stjarf-
an, það er að skilja, það má iáta limu hins svæfða
manns haldast kyrra í sömu stellingunum, sem
maður setur þá í; ef maður réttir upp á honum
handlegginn, þá heldur liann honum uppréttum; ef
maður glennir út á honum greiparnar, eða beygir
fingurna, þá haldast þeir eins og við þá er skilið.
Iðunn. VII. 8