Iðunn - 01.02.1889, Síða 120
114 J. Christmas-Dirckinck-Holmfeld:
Stundum er stjarfiun ekki vel magnaður : t. a. m.
hinn upprétti ’nandleggur hnígur niður, ef þrýst er
á hann; aptur getur stundum verið mjög erfitt, að
ná niður handleggnum. Aptur er það stundum
svo, að hreyfa má limuna á ýmsa vegu, eins og
þeir væri úr vaxi; þeir veita enga mótstöðu og
haldast kyrrir í sömu stöðunni, sem þeir voru settir
í. þannig má beygja og teygja handleggi og fætur
á ýmsa vegu; það má beygja liöfuðið út á öxl, skjótt
að segja, það má setja líkamann í hverjar stell-
ingar, sem vera skal, og limir hans haldast í þeim
kyrrir, stirðnaðir, eins og það væri brúðulitnir.
fegar mikið kveður að stjarfanum, þá er það opt
alveg ómögulegt, að ná limunum úr stöðu þeirri}
sem þeir voru í, eða þá, þótt manni með miklum
erfiðismunum takist að breyta stöðu þeirra, þá
sækja þeir óðara en rnaður sleppir þeim aptur í
sama horfið. Opt er það, að meira ber á þessum
stirðleik í handleggjunum en í fótunum. Á sum-
um getur á þennan hátt allur líkaminn stirðnað
svo upp, að hann liggi teinrjettur, þótt ekkert só
undir honum, nema sinn stóllinn undir hvoru,
höfði og fótum, og það þótt þrýst sé æðifast á
hann, þar sem hann þaunig er allur á huldu.
Ekki þarf annað til þess að láta þennan stirð-
Ieika hætta, en að segja þeim, sem svæfður er, að
hann skuli hætta. þá hverfur óðara stirðleikinn,
og stjarfinn verður þá ekki á hærra stigi en svo,
að fara má með líkamann eins og hann væri úr
vaxi.
A þriðja stiginu ber enn meira á deyfðinni;
tilfinningin er þá mjög sljó, eða alveg horfin. Nú