Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 121
Dáleiðsla og svcfngöngur. 115
má, auk þess að gera hinn svæfða stjarfan, einnig
fá hann til þess að hreyfa sig ósjálfrátt. Dávald-
urinn t. a. m. snýr handleggjum hans í hring, og
segir svo við hann : »Nú getið þór ekki hætt»;
og handleggirnir halda áfram að snúast í hring,
þangað til maður stöðvar þá með því að skjóta
hinum svæfða einhverju nýju í hug. A þessu
stigi heyrir sá, sem svæfður er, allt, sem við hann
er sagt.
jpað, sem einkenuir fjórða stigið, er, auk þess
sem fyr hefir verið talið, einnig það, að nú stend-
ur hann, hinn svæfði, ekki í neinu sambandi við
neitt það, er umhverfis hann er, nema að eins dá-
valdinn ; hann heyrir, hvað dávaldurinn segir ; en
þótt aðrir tali við hann, þá heyrir hann það ekki,
og ekki heldur það sem talað er 1 kring um hann.
Skilningarvit hans standa ekki í sambandi við neitt,
nema dávaldinn ; þó má fyrir innblástur láta hann
liafa kynni af öðrum út í frá.
A fimmta og sjötta stiginu kemur svefngang-
an — leiðslan. Eimmta stigið er leiðsla á lágu
stigi. þeir, sem svæfðir eru, muna óglöggt eptir
því, sem fram hefir farið. Sumt muna þeir sjálf-
krafa. það, sem einkennir þetta stig, er það, að
uú er tilfinningin alveg dofnuð ; þeir verða stjarfir
og það má láta þá ósjálfrátt hröyfa sig eins og á
hinutn fyrri stigum, en það má einnig láta þá sjá
alls konar ofsjónir; skjótt að segja : á þessu stig-
inu ber allt það fyrir, er mest hefir gert að
því, að vekja áhuga manna á því, að kynna sór
8*