Iðunn - 01.02.1889, Síða 123
Dáleiðsla og svefngöngur. 117
um svæfða, og vaknar hann þá óðara. Sumir hinna
svæfðu kenna, þegar þeir vakna, þyngsla í höfð-
inu; þeir eru syfjaðir og hafa höfuðverk. Eu
þessar aðkenningar hverfa jafnaðarlegast, ef blásið.
er á ennið á þeim ; en það er hægt að sjá svo
um, að til þessa þurfi ekki að koma, með því a&
segja við þá, áður en þeir eru vaktir : »J>ér verðið
að vera vel hress, þegar þér vaknið : þér verðið.
að láta liggja vel á yður, og megið ekki hafa neinn
höfuðverk#; og þá vaknar sá, sem svæfður var, bros-
leitur og í bezta skapi.
Að heita má er ekki nokkur grein taugalífs-
ins, er ekki megi hafa áhrif á, meðan maðurinn er
í dái. Tilfinningin er dofnuð, eða jafnvel fullkom-
lega liorfin, meðan á dáinu stendur. Eptir því
sem Dr. Liébeault segist frá, þá byrjar tilfinning-
arleysið fyrst í útlimunum, og það eru ávallt hinir
ytri partar líkamans, sem tilfinningaminnstir eru.
|>egar tilfinningarleysið er fullkomið, þá má stinga
títuprjónum gegnum hörundið; þá má rafurmagna
manninn og gera lionum alls konar sársauka, án
þess að hann finni til. jpetta tilfinningarleysi getur
komið sjálfkrafa, en hjá mörgum þeim, er svæfðir
eru, kemur það ekki, en þá má koma því til leið-
ar með fortöluin. Dávaldurinu -segir þá við þann,.
er svæfður er : »J>ér getið eigi fundið til þess að'
eg sting yður ; líkami yðar er alveg tilfinningar-
laus»; og hinn svæfði, sem fyrir fám einum augna-
blikum kippti að sér handleggnum, og sýndi öll
merki þess, að hann kenndi sárt til, þegar hann
var stunginn með nál, hann bregður sér nú hvergi,
þó hörund hans só marg-sundurkrotað og stungið.