Iðunn - 01.02.1889, Page 124
118 J. Christmas-Dirckmck-Holmfeld:
]pað hefir verið reyut, og opt komið að góðu lialdi,
að neyta þessa tilfinningarleysis svæfðra manna til
þess að skera í þá meðan á dáinu stendur, sem síðar
mun sagt verða.
Auk tilfinningarinnar hverfa og hin önnur lík-
amsvit annaðhvort sjálfkrafa, eða fyrir fortölur dá-
valdsins. Fyrst liverfur sjón og bragð, því næst
ilman. Heyru og tilfinning hverfa síðast. En
þegar sú svæfingaraðferðin er höfð, að sá, er svæfa
skal, er látinn blína á eitthvað gljáanda, þá
hverfur sjónin seinast, af því að dávaldurinn þá
þröngvar þeiin, er svæfa skal, til þess að neyta
sjónarinnar.
Áður var þess getið, að þeir, er svæfðir væri,
gæti orðið stjarfir, og gerðu ýmsar ósjálfráðar hreyf-
ingar, þó eingöngu fyrir fortölur dávaldsins, eða til
þess að herma eptir honum. En það er líka hægt
að láta koma aflleysi í limu hins svæfða. Dávald-
urinn segir við þaun, sem svæfður er: »Handlegg-
urinn á yður er máttlaus», og hann getur þá ekki
vitund hreyft hann; þegar maður svo lyptir upp
handleggnum, dettur hann niður aptur eins og
dauður só ; en samtíðis getur hinn handleggurinn
verið stjarfur. Dávaldurinn getur eptir vild sinni
skipt um; hann getur gert þann handlegginn, sem
áður var máttlaus, stjarfan, en stjarfa handlegg-
iun máttlausan ; hann getur gert máttlausa báða
handleggi og fætur, og þetta máttleysi getur haldizt
eptir að búið er að vekja þann, sem svæfður var,
þangað til dávaldurinn gefur honum aptur mátt í
limina.
|>egar svæfingardáið er komið á hin hærri stig,