Iðunn - 01.02.1889, Side 125
Dáleiðsla og svefngöngur.
119
þá er sá, sem svæfður er, alveg háður vilja dá-
valdsins. Dávaldurinn stjórnar öllum hreyfingum
hins svæfða, hugsunum hans og ímyndunum, og
getur þröngvað honum til að vinna hvaða verk
verí, skal. Bernheim hefir sagt frá fjölda mörgum
dæmum upp á þetta, en hér skal að eins segja frá
þessum, er nú skal greina :
Hjá einum af sjúklingum sínum kom Dr. Bern-
heim inn þeirri ímyndun, að þegar hann vaknaði,
þá mundi hann sjá Dr. S. með allt andlitið nauð-
rakað öðrumegin og stóreflis silfurnef. jpegar þessi
sjúklingur nú vaknaði, varð honum litið þangað,
sem Dr. S. var, og fór að skellihlæja, og sagði :
nHafið þór farið að veðja? ; hvers vegna hafið þér
látið raka yður öðrumeginn, og hve nær hafið þér
dubbað yður upp með nefið að tarna ?» I öðru
sinni kom Dr. B. þeirri ímyndun inn hjá honum,
að hann mundi sjá stóran hund í hverjn rúmi í
sjúkrahúsinu ; og þegar hann vaknaði, varð hann
alveg forviða á því, að vera kominn í liunda-
spítala.
|>að er enginn sá hugarburður til, sem ekki sé
hægt að smeygja í svæfðs manns heila. f>að má
fá svæfða menn ti! þess að eta og drekka alls kon-
ar ímyndaða hluti, bæði ljúffenga og miður góm-
sæta. Einum af sjúklingum sínum, sem þjáðist af
harðlífi, skaut Dr. Bernheim því í hug, að hann
drykki flösku af Sedlitzvatni. Sjúklingurinn tók
við hinni ímynduðu flösku, drakk vir henni mörg
glös, hafði orð á því, hvað bragðrammt vatnið væri,
og þenna daginn fjekk hann fjórum eða fimm sinn-