Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 126
120 J. Christmas-Dirckinck-Holmfekl:
um hægðir eptir að hafa tekið inn þetta ímynciaða
hægðalyf.
Einum af sjúklingum sínum, frú G., er var
greindarkona, laus við alla móðursýki, gat Dr.
Liébeault látið verða alls konar vithverfingar ; hann
lót hana heyra hljóðfæragang hermanna í sjúkra-
hússgarðinum ; hann lét hana heyra, að hermenn
þrömmuðu upp stigann og inn í salinn ; bumbu-
slagi fer að dansa fyrir framan rúmið hennar, ölv-
aður lúðurþeytari fer að rúminu hennar til þess aö
kyssa hana; hún rekur honum utanundir, og kall-
ar á sjúkrahússþjóninn sér til hjálpar ; svo er lúð-
urþeytarinn rekinn burt, og hermcnnirnir fara leið-
ar sinnar. Meðan hún var í svæfingardáinu, var
öllu þessu skotið í hug hennar, og lieuni fannst
ekki betur en að allt færi fram, svo setn nú var
frá sagt. jpótt henni opt hafi verið gerðar því urn
líkar vithverfingar, íær hún samt ekki varizt þeim.
jpegar búið var að vekja hana, spurði hún þá, sem
hjá henni voru, hvort þeir ekki hefði heyrt neitt
eða séð ; og þegar henni er sagt það, að þetta hafi
allt ekki verið annað en vithverfingar, þá lætur
hún sér það að vísu skiljast, en heldur þó, að það
geti ekki verið einberir draumórar; svo átakanlegt
fannst henni allt hafa verið.
Hjá 8umum geta þessar vithverfingar staðið
lengi. J>anuig kom Dr. Bernheim þeirri hugmynd
inn hjá frú L., sem var kona, er þjáðist af móð-
ursýki, að hún skyldi sjá andlitsmyndina manns-
ins síns á veggnum, þegar hún vaknaði. Hún sá
hana, og það í fullan sólarhring á eptir, þótt hún
vissi af því, að þar væri engin mynd. Við sömu