Iðunn - 01.02.1889, Síða 127
Dáleiðsla og svemgöngur. 121
konuna sagði Dr. B. einu sinni, meðan hún var í
dái : »Jpegar þór vaknið, þá skuluð þér sjá frú B.
sitja hérna á stólnum# (en það var önnur kona, frú
E., er sat á stólnum). Eptir að búið er að vekja
hana, sér hún frú R. og fer að tala við hana.
Eptir að þœr hafa talað saman stundarkorn,
segir Dr. Bernheim við hana : »Yður missýnist;
það er ekki hún frú B., heldur hún frú E.} sem
situr hjá yður». |>ótt nú frú L. gjörla vissi, að
þetta var ekki annað en sjónhverfingar, gat hún
þó eigi hrundið þeim af sér; hfm þóttist ávallt
hafa frú B. fyrir augum sér, þangað til að Dr.
Bernheim svæfði liana aptur, og leyfði henni í
þeirri svæfingunni að sjá frú E. í hennar róttu
mynd.
Otal þessu lík dæmi er hægt að tína til, og
sýna þau og sanna öll hið sama, það, að sá, sem
svæfður er, er fullkomlega háður vilja dávaldsins.
Og dávaldurinn getur ekki að eins linft áhrif á
vitundarlífið ; störf hinna vitundarlausu b'ffæra eru
og að nokkru leyti háð vilja dávaldsins. f>ess var
getið hér að framan, að það mátti takast að hleypa
á mann með því að gefa honum hægðalyf, sem þó
ekkert var nema ímyudun hans; nú skal segja dæmi,
sem sýna það, hversu mikil áhrif dávaldurinn get-
ur haft á blóðrásina :
Á sumurn er hægt að láta hörundið roðna
fyrir eina saman ímyndun. Dr. Beaunis mælti svo
fyrir við kvennmann einn, er var í dáleiðslu, að
þegar hún vaknaði, þá skyldi vera rauður blettur
á líkama hennar, þar sem haun þá studdi á með
fingrinum. Tíu mínútum eptir að hún vaknaði,