Iðunn - 01.02.1889, Side 129
Dáleiðsla og svefngöngur.
123
það, að fyrir ímyndunina má hafa áhrif á ker-taug-
arnar. En það er ekki nema við einstöku menn,
að þess háttar tilraunir geta tekizt; þeir eru flestir,
er ekki eru viðurtækilegir slíkum innblástri.
þegar ræðir um þenna innblástur af hendi dá-
valdanna, þá er enn eitt atriði ónefnt, sem það
varðar mjög miklu fyrir lagamenn að hafa kynni
af. Dávaldurinn getur skipað þeim, sem hann
svæfir, að gera hvaða verk sem vera skal mörgum
vikurn og meira að segja mörgum mánuðum eptir
að maðurinn var svæfður. Og er auðsætt, að það
getur vel komið fyrir, að einhver noti sér þetta
vald sitt til illræða. Sá, sem svæfður er, og sem
engan grun hefir á því, er fram fer meðan hann
er í dáinu, er sífellt á valdi dávaldsins ; viljalaust
og ósjálfrátt framkvæmir hann allt það, sem hon-
um var boðið, meðan hann var svæfður. Menn
hafa mörg dæmi þessa. Hér skal að eins segja
frá einu, er Liégeois, kennari við lögfræðingaskól-
ann í Nancy, fyrir skemmstu hefir birt; en þessi
Liégeois er maður, sem mjög svo hefir unnið að
því, að vekja athygli lögfræðinga á hættum þeim,
er gæti staðið af dáleiðslunum. I dæminu, sem
hann segir frá, er verkið framið réttum 365 dögum
eptir að það var skipað. Arið 1885, tólfta dag
októbermánaðar kl. 9, var skipunin gefin ungum
manni, P. N., er opt áður hafði verið svæfður. Sá
sem tilraunina gerði, lét ekkert kvisast um það,
sem í ráði var, og maðurinn, sem tilraunin var
gerð á, hafði engan grun á því, sem fram átti að
fara. það sem honum var blásið í brjóst að gera,
var þetta : »þenua dag (12. okt.), að réttu ári liðnu,