Iðunn - 01.02.1889, Side 130
124 J. Christmas-Dirckinck-lloImfeld.
skuluð þér fara til hans Dr. Liébeaults í Nancy.
J>ér skuluð segja honum, að þér séuð orðinn al-
bata í augunum, og að þér séuð nú komiuu til að
þakka honuin fyrir hjálpina. þegar þér halið gert
það, skuluð þér sjá hund og apa koma inn í her-
bergið. Apinn situr upp á bakinu á hundinum, og
liefir þar alls konar skrípalæti, sem yður þykir
mikil skemmtun að. Fimm mínútum. síðar sjáið
þér Zigena koma inn í stofuna með taminn björn
með sér ; Zigeni þessi er að barma sér yfir því,
að apinn hans og hundurinn hans hafi strokið frá
sér, og verður nú ofboð feginn þvi að finna þá þar
aptur ; og í þakklætisskyni lætur hann svo björn-
inn sinn—það er grár ameríkanskur björn—danza
fyrir yður. þegar hann ætlar að fara út, skuluð þór
biðja Dr. Liébeault um 10 sentíma, og þá skuluð þér
gefa manninum».
Tólfta okt. 1886 kl. 10 kotn þessi ungi maður
inn til Dr. Liébeaults í stofuna, þar sem liann var
vanur að eiga tal við meun þá, er leituðu ráða til
hans, og þakkaði honum fyrir það, hvað honum
hefði tekizt vel við augun í sór. Svo fór allt ann-
að fram, eins og áður hafði verið ráð fyrir gert.
Hann sá apann og hundinn koma inn og henti
gaman af látum þeirra ; hann átti tal við Zigenann
og endaði á því, að biðja Dr. Liébeault am 10 sen-
tíma, sem hann svo gaf manninum. þegar svo
allar þessar sjónhverfingar voru um götur gengnar og
maðurinn var vaknaður, þá renndi hann engan grun
í neitt af því, sem fram hafði farið. Hann kvartaði
að eins um það, að hatin fyndi til einhvers slens.
það er að öllum jafnaði vaut að vera svo, að