Iðunn - 01.02.1889, Side 131
DáleiAsla og svefngöngur.
125
þeir sem svæfðir eru, gleyma öllu sem fram fer
meðan þeir eru í dáleiðslunni. Bn þá, sem nokk-
uð muna til sín, er ávallt hægt að fá til þess að
gleyma öllu ; til þess þarf ekki annað en að dá-
valdurinn bjóði þeim að gleyma öllu, sem fram fer.
En þeir muna eptir öllu, þegar þeir eru svæfðir
aptur. jpannig var það og um þenna mann, er
Liégeois háskólakennari gerði tilraunirnar með.
Eptir að sjónhverfingarnar voru liðnar frá honum,
var hann aptur svæfður, og þá var hann spurður,
hvers vegna hann hefði komið einmitt þann dag-
inn, og sagði hann þá, að hanu hefði komið af
því, að Liégeois hefði boðið sér það ; en að hann
hefði komið einni stundu seinna en fyrir var mælt,
af því hann hefði tekið rangt eptir því, sem sér hefði
verið sagt. jpegar hann svo aptur var vakinn, hafði
hann gleymt öllu.
Hjá sumum mönnum (móðursjúkum og van-
ýflasjúkum) hvessast og skýrast líkamsvitin svo, að
furðu gegnir, meðan þeir eru í svæfingardáinu.
Braid hefir nákvæmlega rannsakað margt, er að
þessu lýtur, og liefir hann orðið þess áskynja, að
á stöku mönnum af þeim, sem liann hefir haft
undir hendi, hefir heyrnin verið tólffalt næmari en
þeir áttu að sér. Ilmanin verður og opt margfalt
næmari ; þannigkenndi kona ein, er var í svæfingar-
dái, þefsins af rós, er var haldið 46 fetum frá henni,
og gekk á þefinn. Tilfinuingin getur orðið svo
næm, að þeir, sem svæfðir eru, verða þess varir,
hvað lítið sem við þá er komið ; menn kenna þá
og hita og kulda mjklu tilfinnanlegar en vant er.
Dr. Azam hefir einnig fært sönnur á, að þessu