Iðunn - 01.02.1889, Side 133
m
Dáleiðsla og svefngöngur.
það vœri tilfinningin, kornin á hœsta stig næmleik'
ans. Sumir menn, sem eru í dáleiðslu, eins og
dragast að dávaldinum, þ'egar hann hefir svæft þá
með því að koma við hvirfilinn á þeim. þ>eirmega
ekki við hann skilja, þeir elta hann hvar sem hann
fer, og eru ekki í rónni, ef hann felur sig fyrir
þeim. En þoim verður undir eins hughægra, þeg-
ar dávaldurinn lætur þá aptur sjá sig. Ef maður
hefir komið svæfingardáinu á manninn með því að
koma við þenna segulmagnspunkt með einhverjum
hlut, þá verður aðdrátturinn enginn, en óðara en
sá, sem svæfður er, er snertur af einhverjum manni,
sem þar er nærstaddur, og má á sama standa
hver það er, þá verður vart við aðdráttinn. þeg-
ar tveir menn þannig snerta þann, sem svæfður
er, verður aðdrátturinn tvöfaldur; hann reynir að
elta báða, og reynir allt hvað liann getur að halda
í hemilinn á þeim.
Riclier veitti eptirtekt einui svæfðri konu, er
hafði svo næma hörundstilfinningu, að frábært mátti
telja. Hvað lítill súgur sem var, og það þó hann
væri mörg metr frá henni, kenndi hún ónota af
honum og fór að skjálfa af kulda; hún gat þekkt
að ýmsa menn að eins með því að taka á fötunum
þeirra, og skeikaði aldrei með það.
í lækna- og sálarfræðingafjelaginu í París liefir
Dr. Taguet gefið skýrslu um sjúkling einn, er
svæfður hafði verið og við það fengið sjóuina frá-
bærlega hvassa og ilman að því skapi næma. Hér
er því líkast sem menn heyri sagt frá þeim, er sjá
í gegnum holt og liæðir. Sjúklingurinn, semhann
segir frá, er stúlka, er allt í frá barnæsku hafði