Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 134
128 Christmas-Dircliinck-Holmfeld:
haft glögg merki þess, að hún mundi vera móður-
sjúk. þegar hún var 19 vetra gömul, fókk hún
móðursýkiskynjuð brotfallsflog. Bptir margar á-
rangurslausar tilraunir tókst Dr. Taguet loksins
að svæfa hana, og þá tók hann eptir þeim merki-
legu breytingum á sjón hennar og ilman, er nú
skal greina.
Um sjónina skýrir hann þannig frá.
Meðan Noelia (Natalía) var í fasta dái, sem
hægt var að koma henni í með því að styðja fast
á hvirfilinn á henni, setti eg nokkra bletti á and-
litið á henni, suma með ritblýi, suma með bleki ;
voru sumir skýrir, sumir tæpast sjáanlegir. Sfðan
lót eg pappírsspjald fram undan andlitinu á henni,
-og kom henni úr dáinu á leiðslustigið. Óðara en
henni varð litið á pappírsspjaldið, fór hún að furða
sig á því, að hún skyldi vera svo óhrein í framan,
og fór hún að þurka af sér blettina hvern eptir
annan, og hafði hún pappírsspjaldið fyrir skuggsjá.
Hún tók ekki eptir þeim blettum, sem ekki bein-
línis apturköstuðust úr skuggsjánni, nema hún væri
hækkuð eða lækkuð hæfilega. Eg hólt nú ýmsum
hlutum í lausu lopti fyrir ofan höfuðið á henni,
eða fyrir aptan það, en þó svo að þeir hefðu hlotið
að sjást á spjaldinu, hefði spjaldið verið skuggsjá,
meðal annars liring, úri, pening. Hún tók brátt
eptir þeim, lýsti þeim að lit og lögun. f>ó var á-
vallt eins og hún livikaði við, og væri að glöggva
sig á því, hvað hvað eina væri ; eg hafði t. a. m.
fljótlegá skipti á úri og 10 sentfma pening; þá var
hún stundarkorn að reyna til að segja, hvað klukk-